Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júní. 2007 06:00

Sturla vill stokka upp í fiskveiðistjórnunarkerfinu

Sturla Böðvarsson, fyrsti þingmaður NV kjördæmis og forseti Alþingis, sagði í hátíðarræðu sem hann hélt á Ísafirði í dag að áform Íslendinga um að byggja upp fiskistofnana með kvótakerfinu virtust hafa mistekist. Hann sagði þessa stöðu kalla á allsherjar uppstokkun á fiskveiðistjórnkerfinu og hafnaði því að byggðakvótar gætu til langframa leyst vanda sjávarbyggðanna. Sagði hann nauðsynlegt að flytja aflaheimildir frá þeim landsvæðum sem best standa til hinna veikari. Sturla sagði forsendu þess að unnt verði að snúa þróuninni við, t.d. á Vestfjörðum þar sem alvarlegar blikur væru á lofti í atvinnu- og búsetumálum, vera að efla fjarskipti og samgöngur. Breyttar aðstæður vegna fyrirsjáanlega minnkandi þorskafla kalli á hraðari uppbyggingu samgöngukerfisins en ætlað hafi verið.

Þá sagði Sturla að áform Íslendinga um að byggja upp fiskistofnana með kvótakerfið sem stjórntæki virtist hafa mistekist. Sú staða kalli á allsherjaruppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu ef marka megi niðurstöðu Hafrannsóknastofnunar. Staðan í sjávarútvegsmálum sé því mjög alvarleg og kalli á breytingar eigi sjávarbyggðirnar ekki að hrynja. Söfnun aflaheimilda á fáar hendur útgerða sem landi aflanum í útflutningshöfnunum og herði enn frekar á þenslunni þar, allt í nafni hagræðingarinnar, komi hart niður á þeim byggðum sem eigi allt sitt undir vinnslu sjávarfangs.

 

Óhætt er að segja að Sturla Böðvarsson hafi með hátíðarræðu sinni á Ísafirði talað skýrar um stöðu sjávarbyggða og kvótakerfið en aðrir stjórnarliðar hafa gert fram til þessa. Án efa á boðskapur fyrsta þingmanns kjördæmisins eftir að verða mikið í umræðunni næstu misserin, enda langt síðan fulltrúi Sjálfstæðismanna hefur talað jafn einarðlega gegn núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og afleiðingum þess.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is