18. júní. 2007 02:15
Kennsluskrifstofa Landbúnaðarháskóla Íslands hefur svarað öllum umsóknum um nám við LbhÍ næsta skólaár. Mikill áhugi var fyrir námi við LbhÍ og umsóknir helmingi fleiri en í fyrra. Ekki var hægt að verða við öllum umsóknum sem bárust. Í háskóladeildum verða tæplega tvöhundruð nemendur næsta vetur og hafa aldrei verið fleiri. Flestir nemendur eru á umhverfisskipulagsbraut. Í starfs- og endurmenntunardeild var mikil aðsókn í búfræði, en nemendur verða ekki teknir inn í garðyrkjugreinar í haust. Tæplega 40 nemendur munu stunda nám á fyrsta ári í búfræði í vetur og ríflega 30 verða á öðru ári.