18. júní. 2007 02:37
Ásta Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin sérkennsluráðgjafi fyrir leik- og grunnskóla Borgarbyggðar. Ásthildur Magnúsdóttir, fræðslufulltrúi Borgarbyggðar sagði í samtali við Skessuhorn að sérkennsluráðgjafinn starfaði fyrir alla leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu að Laugagerðisskóla undanskildum. „Um hann gilda aðrar reglur því Borgarbyggð er ekki eini aðillinn að rekstri hans,” sagði Ásthildur. Auk Ástu Bjarkar sóttu eftirfarandi um starfið: Kolbrún Kjartansdóttir, Elmar Þórðarson og Kolfinna Njálsdóttir.