20. júní. 2007 07:43
 |
Kerið í Gljúfurá |
Laxinn er mættur í Gljúfurá í Borgarfirði. Grétar Þorgeirsson veiðivörður í Norðurá var á ferð um Flóðatanga og ók einnig niður að Sólheimatungu. Í leiðinni kíkti hann á veiðistaðina Kerið og Teina í Gljúfurá en í þeim síðarnefnda mátti sjá lax. Áin opnar í dag miðvikudag þegar árnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur veiðina. Nú er að sjá hvort þeim tekst að ná í einhvern feng. Öll veiðileyfi í Gljúfurá eru uppseld fyrir þetta sumar.