20. júní. 2007 09:30
Aðeins einn sótti um stöðu skólastjóra Grundaskóla sem auglýst var eftir að Guðbjartur Hannesson sagði starfi sínu lausu vegna þingmennsku sinnar. Vonast er til að hægt verði að ráða í stöðuna á fundi bæjarráðs á morgun. Skessuhorn hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að umsækjandinn sé Hrönn Ríkharðsdóttir, en það hefur þó ekki fengist staðfest.