Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2007 10:40

Aðsókn góð í framhaldsskólana á Vesturlandi

Aðsókn í framhaldsskóla á Vesturlandi er góð fyrir næsta skólaár samkvæmt upplýsingum sem Skessuhorn hefur aflað nú eftir að umsóknarfrestur í þá rann út. Alls eru 913 nemendur skráðir í skólana þrjá á landssvæðinu; þ.e. Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Nýlega kom fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að af um 4.500 nemendum tíunda bekkjar grunnskóla hefðu um 4.200 skráð sig í nám í framhaldsskóla. Á Vesturlandi hafa ríflega 220 af rúmlega 260 nemendum tíunda bekkjar skráð sig í framhaldsskóla á svæðinu.

Langflestir nemendur sem ljúka grunnskóla á svæðum FVA og FSN sækja í þá skóla, en lægra hlutfall nemenda úr Borgarfirði sækir í Menntaskólann, eins og eðlilegt hlýtur að teljast með nýjan skóla.

 

Sjá viðtal við forsvarsmenn allra skólanna í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is