20. júní. 2007 10:40
Aðsókn í framhaldsskóla á Vesturlandi er góð fyrir næsta skólaár samkvæmt upplýsingum sem Skessuhorn hefur aflað nú eftir að umsóknarfrestur í þá rann út. Alls eru 913 nemendur skráðir í skólana þrjá á landssvæðinu; þ.e. Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Nýlega kom fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að af um 4.500 nemendum tíunda bekkjar grunnskóla hefðu um 4.200 skráð sig í nám í framhaldsskóla. Á Vesturlandi hafa ríflega 220 af rúmlega 260 nemendum tíunda bekkjar skráð sig í framhaldsskóla á svæðinu.
Langflestir nemendur sem ljúka grunnskóla á svæðum FVA og FSN sækja í þá skóla, en lægra hlutfall nemenda úr Borgarfirði sækir í Menntaskólann, eins og eðlilegt hlýtur að teljast með nýjan skóla.
Sjá viðtal við forsvarsmenn allra skólanna í Skessuhorni sem kemur út í dag.