Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júní. 2007 03:30

Ljósmyndasafn Akraness er ríkara eftir gjöf frá hetju

Síðastliðinn þriðjudag bárust Ljósmyndasafni Akraness tæplega 1000 svarthvítar ljósmyndir af íslenskum bátum, teknar á árunum frá 1960 til 1970. Bátarnir, sem prýða þessar ljósmyndir, eru flestir ekki til í dag. Myndirnar eru allar teknar á sjó úti af Hafsteini Jóhannssyni sem er fæddur og uppalinn á Akranesi og jafnframt lifandi goðsögn og hetja að mati Skagamanna. Hafsteinn afrekaði það að sigla einn umhverfis hnöttinn viðstöðulaust frá Noregi á árunum 1990 til 1991 á skútu sem hann sjálfur byggði og tók ferðin 241 dag.

Það var Hafsteinn sjálfur sem afhenti safninu myndirnar og viðstaddir afhendinguna voru meðal annars Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness og Magnús Þór Hafsteinsson, formaður menningarmála- og safnanefndar Akraness. Þeir þökkuðu Hafsteini kærlega fyrir myndirnar og voru báðir sammála um að þær væru mikill fengur fyrir safnið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is