24. júní. 2007 10:00
Opnaður hefur verið nýr vefur www.bifhjol.is sem er þjónustu og verslunarvefur sem ætlaður er öllum íslenskum bifhjólamönnum. Á vefnum er boðið upp á fríar smáauglýsingar fyrir bifhjól og tengda vöru. Á vefnum eru einnig fréttir tengdar bifhjólum, klúbbum og lífstílnum í heild. Forsvarsmenn klúbba geta sótt um aðgang að fréttavefnum, og þannig komið sínum fréttum og uppákomum áleiðis til allra, milliliðalaust.Á vefnum er vefverslun sem mun þjónustar það helsta sem bifhjólið þarfnast, svo sem bremsur, legur, olíur og síur, pakkdósir í framgaffla, keðjur og fleira. Vefverslunin er sérstaklega sniðin að þörfum landsbyggðarinnar og öll lagervara póstsend samdægurs.
(fréttatilkynning)