25. júní. 2007 10:31
Blokkflautusveitin Norðanvindur hélt tónleika í Borgarneskirkju í gærkvöldi. Sveitin var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá komið fram á fjölda tónleika í kirkjum, skólum og á ýmsum menningarsamkomum víða um heim. Sveitin er einkum þekkt fyrir að spila á átta gerðir flauta og sýnir mikla færni við að spila á allt frá minnstu garklien flautu upp í hina stóru kontrabassaflautu. Önnur hljóðfæri eins og orgel, píanó, slagverk og gamba gera hljóminn mjög spennandi og fjölbreytilegan.
Ljósm. es.