26. júní. 2007 09:55
Næstkomandi laugardag verður í fyrsta skipti hér á svæðinu boðið upp á námskeið í eldsmíði. Fer það fram að Skarði í Lundarreykjadal. Nú þegar hafa sex sveitungar skráð sig á námskeiðið, sem er að sögn Þórarins Svavarssonar námskeiðshaldara og skógarbónda í Tungufelli, eins konar kynning á iðjunni. “Leiðbeinandi námskeiðsins er bróðir minn og eldsmiður Einar Svavarsson, en hann kemur alla leið frá Svíþjóð þar sem hann er búsettur. Ég verð honum svo til halds og trausts. Við ætlum að kanna hvort áhugi á eldsmíði sé fyrir hendi hér í sveitinni og ef svo reynist er hugmyndin að halda námskeiðið árlega,” segir Þórarinn.