26. júní. 2007 11:45
Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hafði Capacent Gallup í byrjun sumar samband við 1000 íbúa Borgarbyggðar í þeim tilgangi að bjóða þeim að taka þátt í þjónustukönnun. Alls samþykktu 653 þeirra að taka þátt og hafa fengið senda til sín spurningalista. Enn eiga þó nokkrir eftir að senda inn svör sín, samkvæmt upplýsingum frá Hólmfríði Sveinsdóttur, verkefnisstjóra hjá Borgarbyggð. Hún segir mikilvægt að þeir sem hafa fengið listana senda til sín svari þeim sem fyrst og hjálpi þannig til við að bæta þjónustu sveitarfélagsins.