Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2007 09:43

Skagamenn komnir í fjórða sæti með sigri á Víkingi

Skagamenn unnu verðskuldaðan sigur á Víkingi á Víkingsvelli í gærkvöldi, 3:0. Leikurinn var upphafsleikur áttundu umferðar í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Fyrir leikinn voru liðin jöfn með átta stig. En með sigri er ÍA komið í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig. Það var Króatinn Svadumovic í liði ÍA sem átti stærstan hlut í sigri Skagamanna en hann skoraði tvennu, þriðja markið skorar síðan hinn ungi og efnilegi Jón Vilhelm Ákason.

Víkingur byrjaði leikinn betur og voru mun sterkari aðilinn fyrsta korterið. Á fimmtu mínútu átti Grétar Sigfinnur Sigurðarson Víkingi ágætt marktækifæri þegar hann skallar knöttinn að marki ÍA. Þar var Bjarni Guðjónsson til varnar og komst fyrir sendinguna og forðar því að Skagamenn fengju á sig mark. Á fimmtándu mínútu verður markvörður Víkingsmanna, Bjarni Þórður Halldórsson að fara af leikvelli með skurð á höfði og fer þá heldur að síga á ógæfuhliðina hjá heimamönnum.

 

Á 26. mínútu dregur til tíðinda þegar Króatinn Svadumovic skoraði fyrir Skagamenn með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Á hinni margfrægu markamínútu, þ.e. 45. mínútu, bættu Skagamenn við öðru marki og aftur var það Svadumovic sem skorar eftir að hafa fengið sendingu frá Páli Gísla Jónssyni, markverði ÍA, sem skaut langt frá marki án þess að varnarmenn Víkings fengju við neitt ráðið. Það var síðan Jón Vilhelm Ákason sem innsiglaði sigur Akurnesinga þegar hann skallaði boltann í markið eftir sendingu frá Andra Júlíussyni, sem var nýlega kominn inn sem varamaður fyrir Þórð Guðjónsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is