Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2007 11:30

Menn orðnir uggandi vegna lítillar laxveiði

"Laxveiðin hefur oft byrjað illa og endað vel,“ svarar Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga vongóður þegar hann er spurður um slaka byrjun á laxveiðisumrinu. Margir veiðiréttareigendur og að sjálfsögðu veiðimenn einnig eru orðnir uggandi yfir því hversu hægt laxveiði sumarsins hefur farið af stað og leita menn skýringa enda gríðarlega miklir hagsmunir í húfi. Það sem af er júní er laxveiðin allsstaðar lítil, eins og við höfum fylgst með í Veiðihorni Skessuhorns að undanförnu. Þurr og sólríkur júnímánuður verður til þess að árnar eru vatnslitlar og því gengur laxinn enn síður upp í þær. Ýmis líffræðileg atriði geta einnig valdið miklum sveiflum, atriði sem menn kunna ekki endilega skýringar á. Skessuhorn leitaði til Óðins og spurði hann út í hugsanlegar ástæður lítillar laxagengdar.

 

Óðinn segir að tíðafarið væri ekki að hjálpa til þetta sumarið. „Þegar svona mikil hlýindi með þurrkum og vatnsleysi eru þá hjálpar það ekki til. Laxinn er sveiflustofn og í kjölfar sterkra árganga hafa oft fylgt lakari ár á eftir. Eins er það svo að hér áður fyrr þegar stórlaxinn var og hét þá bættu þessir stofnar hvorn annan upp, stórlaxinn var oft stór í lélegu smálaxaári. En nú er stórlaxinn á undanhaldi, af hverju sem það stafar, og því er hann ekki til að hjálpa upp á sakirnar í þessum efnum. Ég vil endilega hvetja alla veiðimenn og veiðiréttareigendur til að taka höndum saman um að reyna að hlífa þeim stofni, með því að gefa veiddum fiskum líf.“

 

Sumir vilja halda því fram að ástæðan fyrir því að þessi smái lax sem var að veiðast víða á síðasta ári geti verið vísbending um að laxinn sé að verða kynþroska fyrr vegna hlýnandi sjávar og gangi þar af leiðandi fyrr í árnar. Óðinn tekur undir að menn hafi vissar áhyggjur af því að svo geti verið. „En það er margt fleira í þessu. Hingað til hafa verið vísbendingar um að ef smálaxinn gangi sterkt inn í upphafi sumars, dvelji hann lengur í ánni. Að sama skapi ef hann komi seint þá stoppi hann skemur. En menn halda alveg ró sinni enn sem komið er. Sumarið er rétt að byrja og við spyrjum að leikslokum,“ sagði Óðinn Sigþórsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is