Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2007 10:16

Skilti skemmd á Akranesi

Einhverjir hafa undanfarið svalað skemmdarþorsta sínum á skiltum utan á nýja húsinu við Kirkjubraut 12 á Akranesi. Þar eru nokkur fyrirtæki til húsa, en þau sem versta hafa orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgunum eru Intrum justicia og fasteignasalan Hákot. Í þrígang er búið að brjóta skilti hjá Intrum með tilheyrandi kostnaði og óþægindum, en þar sem fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Reykjavík koma viðgerðarmenn þaðan til viðgerða. Skilti Hákots hefur verið brotið í tvígang. Skemmdarverkin eiga sér stað um helgar og ljóst er að hér eru ekki börn á ferð, sum skiltin eru það hátt uppi. Þá hafa gular gluggamerkingar Intrum reglulega verið skemmdar þannig að fyrirtækið hefur hætt með þær. Komið hefur til tals að setja upp öryggismyndavélar til vöktunar.

Hrafnkell Sigtryggsson, sviðsstjóri fyrirtækjasviðs Intrum sagði í samtali við Skessuhorn að skrifstofan á Akranesi skæri sig úr hvað varðaði skemmdarverk. Fyrirtækið er með skrifstofu á horni Laugavegs og Snorrabrautar í Reykjavík og þar hefur þetta ekki verið vandamál. „Við höfum þurft að skipta einu sinni um gluggamerkingar þar á þremur og hálfu ári, vegna þess að þær lituðust upp í sólinni, ekki vegna skemmda. Á Akranesi fékk þetta ekki að vera uppi í eitt og hálft ár þá gáfumst við upp á skemmdarverkunum.“

Eigendur húsnæðisins hafa lagt töluvert á sig til að hafa það sem snyrtilegast og bregðast við kalli bæjaryfirvalda um fegurri ásýnd bæjarins. Tímasetning skemmdarverkanna, þ.e. um helgar, beinir óneitanlega huganum að skemmtunum fólks í bænum. Hvort hér er á ferð fullorðið fólk eftir skemmtanir eða unglingar sem hafa ekkert annað við að vera skal ósagt látið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is