Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2007 04:21

Stöðug aukning gesta í Norska húsið

Nú stendur yfir sýningin “Complet færdige Huse” í Norska húsinu í Stykkishólmi. Sýningin er um verksmiðjuframleiðslu á húsum og byggingarhlutum hjá Strømmen Trævarefabrik í Svíþjóð. Sýningin var sett upp af Akershus Fylksmuseum, Oslo Bymuseum og Fortidsminneforeningen í Oslo og Akershus árið 2003. Hún stendur yfir til 22. júlí nk. en þann 28. júlí verður önnur sýning opnuð í húsinu þar sem sýndir verða handprjónaðir vettlingar og þjóðbúningar ásamt aukahlutum sem tengjast þeim. Einnig verður sýning á Teneriff, sem er aðferð sem líkist vefnaði og aðallega er notuð við borðdúkaframleiðslu. Einnig verða sýndir ýmsir munir úr hekli.

Aldís Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdælinga segir aðsókn á sýninguna um húsin vera mjög góða í sumar þrátt fyrir að framkvæmdir standi yfir á lóð Norska hússins. Þar eru iðnaðarmenn nú að leggja stéttar og gera garð umhverfis húsið. Með lokum framkvæmdarinnar utanhúss verður Norska húsið og umhverfi þess komið í upprunalegt horf, en framkvæmdir hófust árið 1972 og hafa staðið yfir síðan með hléum.

 

Starfsfólk Norska hússins hefur fengið nýja búninga, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þeir gefa húsinu meira líf, að sögn Aldísar, en þeir voru framleiddir af Þjóðbúningastofunni og eru sem líkastir þeim sem búðarkonur notuðu á 19. öld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is