27. júní. 2007 02:23
Slökkvilið Akraness var kallað út um kl. hálf níu í gærkvöldi þar sem tilkynning barst um að reyk lagði úr mold í íbúðahverfi við Eyrarflöt á Akranesi. Enginn eldur náði að breiðast út en glóð kraumaði í mold og átti því slökkviliðið ekki í erfiðleikum með að drepa niður þær glæður sem þar voru. Ekki er vitað um upptök en mikill þurrkur hefur verið undanfarna daga.