Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júní. 2007 03:20

Nýr samningur um fyrirkomulag umferðarfræðslu í grunnskólum

Í gær var undirritaðir nýir samstarfssamningar um fyrirkomulag umferðarfræðslu í grunnskólum landsins. Grundaskóli á Akranesi verður áfram leiðandi móðurskóli í verkefninu og miðstöð þróunar og nýbreytni. Skólinn mun leiða samstarf fjögurra leiðtogaskóla. Þeir eru Flóaskóli á Suðurlandi, Brekkuskóli á Akureyri, Grunnskóli Reyðarfjarðar á Austurlandi og Grunnskóli Seltjarnarness fyrir Reykjavíkursvæðið. Grunnskólinn á Seltjarnarnesi er nýr leiðtogaskóli og fór undirritunin fram við bæjarmörk Seltjarnarness við Norðurströnd. Kristján Möller samgönguráðherra, Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla og alþingismaður, Karl Ragnarsson forstjóri Umferðarstofu og Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness undirrituðu þennan nýja samning sem byggir á umferðaröryggisáætlun ríkisstjórnar Íslands 2005-2008.

Kristján Möller sagði við undirritunina að þetta verkefni væri afar mikilvægt því hér væri fjáfest í framtíðinni. Umferðarfræðsla í grunnskólum væri lykilhlekkur sem hann þyrfti að efla enn frekar. Bar hann lof á þá vinnu sem hefði verið unnin til þessa og taldi þá vinnu góðan grunn til að byggja enn frekar á.

 

Undirritunin var eitt af síðustu formlegu embættisverkum Guðbjartar Hannessonar sem skólastjóra í Grundaskóla. Í ávarpi sínu fagnaði hann þessum áfanga og hvatti samgöngyfirvöld til enn frekari átaka á þessum vettvangi. Vinna með börn og ungmenni væri lykillinn að betri árangri í forvörnum tengt umferðarslysum. Hann kvaðst ánægður með þá þróunarvinnu sem hefði verið unnin í Grundaskóla enda væri þetta þróunarstarf mikilvægt fyrir grunnskólann og samfélagið í heild.

Ljóst er að sú þrónarvinna sem hér er unnin er mikilvæg og skilar án vafa árangri ef til lengri tíma er litið. Lesendur Skessuhorns geta kynnt sér verkefnið enn frekar og ýmsar nýjungar á þessu sviði á umferðarvefnum (www. umferd.is).  Þessi nýi samningur milli Umferðarstofu og Grundaskóla gerir skólanum kleift að sækja enn frekar fram og ráða starfsmann til að sinn verkefninu sérstaklega.

 

Umferðarmál hafa verið mikið í umræðunni á síðustu vikum vegna margra alvarlegra umferðarslysa. Öllum ætti að vera ljóst að umferðarslys er þjóðfélagslegt vandmála sem nær inn á öll heimili og til allra einstaklinga óháð aldri. Skessuhorn vill taka undir með þeim sem hafa vakið athygli á stöðu mála og hvetja alla vegfarendur til að sýna tillitssemi og fara varlega í umferðinni. Komum heil heim!

 

Mynd: Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla, Kristján Möller samgönguráðherra, Karl Ragnars forstjóri Umferðarstofu og Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness. Að baki þeim standa frá vinstri: Birna Hreiðarsdóttir lögfræðingur samgönguráðuneytisins, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytisins og Birgir Hákonarson framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is