30. júní. 2007 08:00
Í dag fer fram bikarmót Vesturlands í hestaíþróttum að Vindási við Borgarnes. Yfir 60 keppendur taka þátt og eru skráningar með mesta móti eða alls 130. Mótið hefst með forkeppni í fjórgangi opnum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Eftir hádegi verður keppt í fimmgangi, opnum flokki og ungmenna og þá tekur við forkeppni í tölti. Keppni hefst í opnum flokki og lýkur á barnaflokki. Þá fer fram úrslitakeppni í öllum flokkum og mótinu lýkur með gæðingaskeiði og 150 m skeiði.