29. júní. 2007 09:00
Þyrlur Landhelgisgæslunnar taka þátt í umferðareftirliti um helgina. Það er liður í samstarfi Ríkislögreglustjórans og annarra lögregluembætta við forvarnir gegn umferðarslysum. Framhald verður á þessu samstarfi í sumar. Búast má við gífurlegri umferð þessa helgi sem er oft nefnd önnur mesta ferðahelgi ársins. Um síðustu helgi var mjög mikil umferð og í fyrsta sinn hleypt í hollum í gegnum Hvalfjarðargöngin vegna umferðarþunga til höfuðborgarinnar. Veðurspá er góð fyrir þessa helgi og má því búast við að landsmenn verði á faraldsfæti. Er fólk fer að streyma til höfuðborgarinnar, næsta sunnudag, gæti átt við hið fornkveðna, kemst þótt hægt fari.