Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. ágúst. 2007 09:15

Fjölbreytt starf í fögru umhverfi

Á alþjóðaráðstefnu landvarða sem var haldin í Skotlandi í fyrra var ákveðið að 31. júlí ár hvert yrði alþjóðadagur landvarða. Fyrsti alþjóðadagurinn var haldinn nú í ár á 15 ára afmæli alþjóðafélagsins The International Ranger Federation sem Landvarðafélag Íslands er aðili að. Í tilefni dagsins var í mörgum löndum frumsýnd myndin "The Thin Green Line"  sem Sean Willmore landvörður frá Warringine Park í Ástralíu tók af landvörðum í starfi í sex heimsálfum og 19 löndum. Landvarðafélag Íslands hefur ákveðið að fresta þeirri frumsýningu fram á haust, þar sem þetta er háannatími landvarða á Íslandi. Landverðir á Snæfellsnesi buðu upp á kvöldgöngu á milli Arnarstapa og Hellna á alþjóðadeginum.

Störf landvarða eru fjölbreytt. Í flestum löndum er áhersla lögð á fræðslu og gönguferðir líkt og hér á landi.

Sumsstaðar þurfa landverðir að hafa afskipti af veiðiþjófum, lenda þá oft í lífshættu og bera vopn. Á Íslandi býður Umhverfisstofnun upp á námskeið fyrir þá sem áhuga hafa á að gerast landverðir en landverðir starfa í þjóðgörðum landsins og á öðrum friðlýstum svæðum. Flestir vinna á vegum ríkisins en aðrir á vegum sveitarfélaga s.s. Ísafjarðarbæjar og Hafnarfjarðar. Í landvarðastarfinu er æ meiri áhersla lögð á fræðslu með gönguferðum og öðrum uppákomum. Auk þess hafa landverðir eftirlit með svæðunum, hreinsa rusl, halda húsnæði hreinu, merkja gönguleiðir, setja upp skilti, veita upplýsingar og fleira það sem gera þarf á svæðinu.

Í sumar hafa fimm landverðir unnið í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þau eru Hákon Ásgeirsson, Linda Björk Hallgrímsdóttir, Sigurbjörg Ottesen, Þórunn Sigþórsdóttir og Sæmundur Kristjánsson. Hákon og Linda eru sammála um hvað sé erfiðast eða leiðinlegast við starfið: ”Það er að þurfa að hafa afskipi af fólki sem brýtur lög landsins eða reglur þjóðgarðsins t.d. með því að aka utan vega eða tjalda innan þjóðgarðs.” Það skemmtilegasta sé hins vegar hversu fjölbreytt starfið er og að komast í kynni við fólk frá öllum heimshornum.

 

Á  myndinni eru landverðirnir Sigurbjörg, Þórunn, Hákon og Linda í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is