Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. ágúst. 2007 10:50

Háhraðanet sett upp í Helgafellssveit

Í maí á þessu ári var gerður þjónustusamningur á milli Helgafellssveitar á Snæfellsnesi og WBS ehf. um að koma á  þráðlausri háhraða nettengingu í sveitarfélaginu. Verið er að vinna verkið um þessar mundir. Settir hafa verið upp sendar í mastrinu í Borgarlandi ásamt minni sendum sem hafa verið staðsettir annarsstaðar svo að  hægt sé  að ná á þá staði sem aðalsendirinn nær ekki að senda geisla til.  Verið er að setja upp móttökubúnað á hvern bæ og til þeirra sem eiga frístundahús á svæðinu sem óska eftir að verða í netsambandi.  Að sögn Benedikts Benediktssonar, oddvita Helgafellssveitar mun sveitarfélagið sjá um að greiða allan kostnað vegna þessara framkvæmda þar sem fólk hefur fasta búsetu. “Þessar framkvæmdir munu bæta mjög hag og búsetuskilyrði íbúanna enda er Internetið orðið eitt mikilvægasta upplýsinga- og samskiptaformið í dag,” sagði Benedikt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is