Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. ágúst. 2007 11:17

ÍA stúlkur fengu silfur á Rey Cup

Alþjóðlega knattspyrnumótið Rey Cup var haldið um helgina í Laugardalnum, en það hófst á fimmtudaginn. Þetta er í sjötta sinn sem mótið fer fram og stendur Þróttur úr Reykjavík fyrir því, í samvinnu við ÍT ferðir. Yfirskrift mótsins var „fótbolti og fjör“ og var ýmislegt í boði fyrir keppendur annað en fótbolti. Á laugardaginn var t.d. haldin mikil grillveisla í fjölskyldu- og húsdýragarðinum og að því loknu var marsérað á skemmtistaðinn Brodway í lögreglufylgd þar sem dansað var fram eftir kvöldi. ÍA sendi þrjú lið til keppni, 4. flokk kvenna og 4. flokk karla auk sjö manna liðs í 4. flokki kvenna. Krakkarnir stóðu sig allir vel og urðu stelpurnar í A flokki í öðru sæti.

Þórður Þórðarson er yfirþjálfari allra yngri flokka hjá ÍA og þjálfari fjórða flokksins, bæði stúlkna og drengja. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að mótið hefði verið glæsilegt og Skagakrakkarnir hefðu staðið sig vel. „Stelpurnar töpuðu úrslitaleiknum við Val á mjög ósanngjarnan hátt 1-0. Við vorum mun betri og óðum í færum en þær skoruðu úr sínu eina færi. Það er hins vegar hluti af fótboltanum að skora úr færunum. Stelpurnar stóðu sig frábærlega, þessi flokkur er búinn að vera í toppbaráttu lengi og varð m.a. Íslandsmeistari innanhúss í vetur.“

 

Stúlkurnar í sjö manna liðinu enduðu í fjórða sæti og Þórður segir þær hafa gert mjög vel líka. „Síðan fórum við með rúmlega 20 stráka með það fyrir augum að leyfa öllum að spila. Það varð því mikið um skiptingar en strákarnir stóðu sig engu að síður mjög vel og enduðu í fjórða sæti.“ Þórður segir mótið sýna að björt framtíð sé í fótboltamálum á Skaganum, ef menn haldi vel á spilunum. „Aðalatriðið er að halda krökkunum inni í boltanum, ef það gengur þá er framtíðin björt.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is