Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. ágúst. 2007 09:30

Tölvuþjónusta Vesturlands og Samhæfni sameinast

Tölvufyrirtækin Samhæfni og Tölvuþjónusta Vesturlands hafa sameinað krafta sína og tók sameiningin gildi 1. ágúst sl. Tölvuþjónusta Vesturlands rekur tölvuverslanir og verkstæðisþjónustu á Akranesi og Borgarnesi og er Samhæfni með hliðstæðan rekstur í Reykjanesbæ. “Markmið sameinaðs fyrirtækis er að veita fyrirtækjum og einstaklingum á Suðurnesjum og Vesturlandi heildarlausnir í upplýsingatækni. Samhæfni og TV bjóða tæknivörur frá öllum helstu framleiðendum heims ásamt fjölmörgum hugbúnaðarlausnum sem þarf til almenns reksturs fyrirtækja. Einnig rekur fyrirtækið metnaðarfulla verkstæðis- og tækniþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki,” segir Eggert Herbertsson, framkvæmdastjóri hins nýja félags í samtali við Skessuhorn.

Hann hefur verið framkvæmdastjóri Tölvuþjónustu Vesturlands ehf. Eggert segir að með sameiningunni sjái eigendur mikil tækifæri til hagræðingar og aukinnar sóknar á markaðssvæðum sínum. Unnið verður að samræmingu og útvíkkun starfseminnar næstu mánuðina og geta viðskiptavinir átt von á jákvæðum breytingum á öllum starfsstöðvum.

 

Ómar Örn Ragnarsson mun áfram starfa sem rekstrarstjóri í verslun Tölvuþjónustu Vesturlands í Borgarnesi og Ólafur Rúnar Sigurðsson verður rekstrarstjóri í verslun fyrirtækisins á Akranesi. Alls verða 12 starfsmenn hjá hinu sameinuða fyrirtæki og er áætluð ársvelta 2007 um 350 milljónir.

 

 Á myndinni eru eigendur TVS, en á myndina vantar Ómar Örn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is