Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. ágúst. 2007 08:11

Góð verkefnastaða hjá Skipavík

Í Skipavík í Stykkishólmi er þessa dagana verið að leggja lokahönd á lengingu á dragnótabátnum Matthíasi SH frá Rifi. Báturinn er lengdur um 2,5 metra og lunningar hækkaðar. Matthías er annar af svonefndum Kínabátum sem er lengdur í Skipavík, hinn báturinn var Gunnar Bjarnason SH frá Ólafsvík. Að sögn Sævars Harðarsonar framkvæmdastjóra Skipavíkur er góð verkefnastaða hjá þeim um þessar mundir og nóg að gera í slippnum, en þar starfa nú um 20 manns, en alls vinna um 60 manns hjá fyrirtækinu. “Við höfum verið að taka skip í klössun og núna eru tvö skip í slipp hjá okkur og önnur fjögur liggja við Skipavíkurbryggjuna. Þessi skip eru öll frá Snæfellsnesi og það er gaman að fylgjast með hversu vel margir útgerðarmenn hér á svæðinu sinna viðhaldi og viðgerðum á skipakosti sínum. Samtals erum við í Skipavík að taka þetta upp í 35 skip á ári,” sagði Sævar í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is