Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. ágúst. 2007 03:13

Ungmennafélag Íslands 100 ára

Ungmennafélag Íslands er einnar aldar gamalt í dag og af því tilefni verður haldinn sérstakur stjórnarfundur á unglingalandsmótinu á Höfn þar sem boðið verður upp á 15 metra langa afmælistertu. Félagið var stofnað á Þingvöllum þann 2. ágúst árið 1907 en fyrsta ungmennafélagið, Ungmennafélag Akureyrar var stofnað í ársbyrjun 1906.  Ungmennafélagshugsjónin fór sem eldur í sinu um landið og barátta hófst strax fyrir betra landi og bættri þjóð undir kjörorðinu „Ræktun lýðs og lands.“ Félagar eru nú 82.000. Á Vesturlandi eru í dag fjögur félög aðilar að Ungmennafélaginu; Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu, Ungmennasamband Borgarfjarðar, Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga og Ungmennafélagið Skipaskagi.

Ungmennafélagshreyfingin hafði strax mikil þjóðfélagsleg áhrif.

Félagar hófu strax að klæða landið skógi, byggðu sundlaugar og samkomuhús, sköpuðu aðstöðu til íþróttaiðkunar, juku samkomuhald og héldu málfundi þar sem fólk lærði að koma fram. Þá hófst barátta fyrir byggingu héraðsskóla, sem urðu undirstaða menntunar í dreifbýli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is