Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2007 08:17

Sjötta DST merkið fundið í íslenskum laxi

Mælimerki í laxi. Ljósm. BT.
Veiðimálastofnun hefur undanfarin tvö ár merkt gönguseiði sérstaklega til þess að fylgjast með atferli þeirra í sjó.  Seiðin voru sérstaklega alin vegna þessara ransókna í eldisstöðinni Laxeyri ehf. í Borgarfirði. Sjötti laxinn merktur með þessum hætti hefur nú komið á land og sá fyrsti í ár en fimm náðust í fyrra.  Sigurður Már Einarsson hjá Vesturlandsdeild Veiðimálastofnunar segist í samtali við Skessuhorn vonast til að ekki komi færri merki á land núna í ár en í fyrra.  Verkefnið sem um ræðir er einstakt í veröldinni en örmerkin skrá niður hitastig og dýpt sjávar á klukkutíma fresti allan þann tíma sem laxinn eyðir í sjó. 

Merkin eru hönnuð af fyrirtækinu Stjörnu-Odda og eru þau með þeim smæstu og fullkomnustu sem gerð hafa verið.  Með því að bera þau gögn sem fást með þessu móti saman við gerfihnattamyndir af hitastigi sjávar má gera sér nokkurn veginn ljóst hvar laxinn hefur dvalið í sjónum.  Íslenski laxinn sem hefur komið á land hingað til hefst til að mynda mest við á Reykjaneshryggnum í nokkuð heitum sjó.  Hann heldur sig þar á straumskilum en þó í allt að átta gráðu heitum sjó. 

 

Sigurður Már segir verkefnið ekki hafa fengið fjárveitingu núna í ár en eftir tíu milljóna styrk frá Fiskræktarsjóði nú nýverið geti verkefnið haldið áfram á næsta ári og stefnt sé að því að sleppa öðrum 300 seiðum þá. DST merki hafa nú þegar verið sett í 600 gönguseiði frá seiðaeldisstöðinni Laxeyri. 300 laxar voru merktir árið 2005 og 300 í fyrra.  Vinnsla úr gögnum þessum mun halda áfram í vetur og hafa þau þegar vakið nokkra athygli á erlendri grundu.  Sigurður Már segir að eftir úrvinnslu gagna muni verðar skrifaðar vísindagreinar fyrir alþjóðleg vísindatímarit og þá muni þetta sennilega koma til með að vekja mikla athygli fiskifræðinga. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is