Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2007 02:28

Sýslumenn veita vínvetingaleyfi

Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er ekki lengur hægt að sækja um vínveitingaleyfi til sveitarfélaga heldur þarf að bera þau erindi upp hjá sýslumanni ásamt öðrum þeim leyfum sem falla undir þennan málaflokk. Nýju lögin gera ráð fyrir því að gefin verði út rekstrarleyfi sem tilgreini það sem sótt er um, hvort það er gisting, veitingasala eða vínveitingaleyfi.   Markmið þessara laga er að tryggja allsherjarreglu í starfsemi veitinga- og gististaða og við skemmtanahald, eins og segir í lagatextanum og stuðla að stöðugleika í rekstri, sem og að starfsemi falli að skipulagi viðkomandi sveitarfélags hverju sinni.

Í lögunum segir meðal annars: „Hver sá sem hyggst stunda starfsemi sem fellur undir lög þessi skal hafa til þess rekstrarleyfi útgefið af leyfisveitanda. Í rekstrarleyfi getur falist leyfi til sölu gistingar og/eða veitingar og sölu veitinga, hvort sem er í mat eða drykk, bæði áfengra og óáfengra, og/eða útleigu samkomusala í atvinnuskyni. Rekstrarleyfið skal tilgreina þann flokk og þá tegund staðar sem starfsemi fellur undir og leyfi fæst fyrir. Leyfisveitendur samkvæmt lögum þessum eru sýslumenn að undanskildum sýslumanninum í Reykjavík en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gefur út leyfi í umdæmi hans.“ Einnig er leyfishafa gert skylt að hafa leyfisbréf sitt sýnilegt fyrir viðskiptavinum sínum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is