Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. ágúst. 2007 05:29

Byggðarmerki Hvalfjarðarsveitar formlega samþykkt í dag

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti nýtt byggðarmerki á fundi sínum í dag, en málinu hafði verið frestað frá síðasta fundi. Sveitarstjórn klofnaði í málinu, fjórir fulltrúar voru fylgjandi samþykkt en þrír á móti. Listum með 161 undirskriftum kosningabærra íbúa var skilað inn fyrir fundinn í dag, en þar var sveitarstjórn beðin að fresta staðfestingu merkisins um allt að einu ári. Á meðan yrði afstaða íbúa könnuð sem og vafaatriði varðandi lög og reglur. Minnihlutafulltrúar bókuðu um að undarlegt væri að ekki væri tekið tillit til óska íbúanna þegar jafnmargir og raun ber vitni skrifuðu undir listann. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands bjuggu um síðustu áramót 441 18 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit þannig að þeir 161 sem skrifuðu undir ósk um frestun eru um 37% kosningabærra íbúa sveitarfélagsins. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum greiddu 366 atkvæði í sveitarfélaginu.

Líkt og Skessuhorn hefur greint frá hefur töluverðrar óánægju gætt með málsmeðferðina hjá íbúum sveitarfélagsins. Dómnefnd hélt aukafund vegna málsins í síðustu viku og áréttaði þá að réttu verklagi hefði verið beitt og keppnisskilmálum fylgt. Nefndin hvatti sveitarstjórn og íbúa til að ná sátt um nýja merkið. Nú hefur sveitarstjórn staðfest merkið líkt og fyrr segir.

Gagnrýnin á merkið hefur aðallega lotið að því að það hafi brotið í bága við lög og reglur. Í reglum um samkeppnina segir: „Merkið skal ekki innihalda þjóðfána, ríkistákn, opinber alþjóðamerki, skjaldarmerki eða annað sem til þess er fallið að villst verði á því og framangreindum merkjum.“ Einhverjir héldu því fram að notkun krossins í merkinu brjóti í bága við þetta ákvæði. Í frétt Skessuhorns um undirskriftasöfnunina mátti skilja það svo að þeir sem rituðu nafn sitt þar hafi verið að mótmæla merkinu sjálfu. Það er ekki rétt, undirskriftarsöfnunin laut eingöngu að framkvæmd keppninnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is