Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2007 07:14

27 krónur fyrir umframlítra mjólkur

Mjólkursamsalan hefur ákveðið verð til bænda fyrir umframmjólk næsta verðlagsár. Greiddar verða 27 krónur á lítra sem er um 56% af núverandi afurðastöðvaverði. Ráðgjafar hjá Búgarði í Eyjafirði telja að miðað við þeirra greiningar á kostnaði eyfirskra og þingeyskra kúabúa dugi greiðslan ekki fyrir breytilegum kostnaði við framleiðsluna en hann er að jafnaði ríflega 31 krrónur á hvern lítra. Þeir telja jafnframt að í ljósi mikillar framleiðsluaukningar síðustu misserin að líklegt sé að verð á greiðslumarki muni hækka eitthvað á næstunni.

Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, leggur út frá ákvörðun MS á heimasíðu kúabænda, naut.is.

Hann er ánægður með að upplýsingar um verðið liggi fyrir og telur kúabændur eigi þrjá kosti í þessari stöðu. Þar sé fyrsti kostur að bændur geti framleitt umframmjólk fyrir þetta verð, í annan stað að kaupa greiðslumark fyrir sem mest af sinni framleiðslu og í þriðja lagi að draga úr framleiðslunni niður að eigin greiðslumarki. Og Þórólfur segir enn fremur: „Það er ólíklegt að margir séu spenntir fyrir leið þrjú. Fyrir flesta sem hafa tök á að framleiða umfram eigið greiðslumark er þetta síðasti kostur. Þá standa framleiðendur frammi fyrir vali milli leiða eitt og tvö. Þessar 27 krónur fyrir hvern lítra eru um 56% af núverandi afurðastöðvaverði. Það er ólíklegt að framleiðsla fyrir þetta verð skili viðunandi launum. Því er líklegt að áhugi á greiðslumarkskaupum muni vaxa og verð á greiðslumarki fari hækkandi. Vextir hafa hins vegar hækkað óheyrilega síðustu mánuði og það vinnur gegn hækkun á verði greiðslumarks. Það veldur vissulega nokkrum vonbrigðum að Mjólkursamsalan skuli ekki treysta sér til að greiða meira en fyrrnefndar 27 krónur fyrir hvern lítra af umframmjólk á næsta verðlagsári. Þó ber að hafa í huga að útflutningurinn er á nokkru tilraunastigi ennþá. Spurningin er því þessi: Hvenær er líklegt að Mjólkursamsalan nái því yfirlýsta markmiði ,,að byggja upp markaði sem standa undir sambærilegu verði og innanlandsmarkaðurinn?“ Er líklegt að það gerist eftir eitt ár, þrjú ár, fimm ár? Svar við þessari spurningu hefur bein áhrif á það hvernig skynsamlegast er fyrir bændur að bregðast við núverandi stöðu.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is