Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2007 10:21

Plássið á Hellnum er í niðurníðslu

Framkvæmdir hafa legið niðri við frístundaþorpið að Hellnum svo mánuðum skiptir. Svæðið nefnist Plássið undir Jökli og virðast nokkur hús þar vera fullkláruð og að mestu innréttuð, en fjöldi húsa stendur hálfkaraður og kominn mismunandi langt í byggingu. Sum húsanna eru komin í niðurníðslu vegna ágangs veðurs og vinda. Líkt og Skessuhorn hefur greint frá er það fyrirtækið Hellisvellir sem stendur fyrir framkvæmdinni, en það er í eigu íslenskra og norskra aðila. Til stóð að reisa allt að sextíu hús á svæðinu og framkvæmdir hófust haustið 2005. Níu hús áttu að vera tilbúin ári síðar og alls átti að klára sautján hús í fyrsta áfanga. Í lokaáfanganum stóð til að reisa fjörutíu hús til viðbótar.

Ekki náðist í Þorstein Jónsson frumkvöðul verkefnisins við vinnslu þessarar fréttar, en hann sagði í samtali við Skessuhorn þann 22. ágúst í fyrra að vonast væri til að fyrstu íbúar flyttu inn á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er búið að selja tvær fasteignir í þorpinu. Eyþór Björnsson bæjarritari í Snæfellsbæ sagði í samtali við Skessuhorn að engar umsóknir hefðu borist þar sem óskað er eftir búsetu í Plássinu undir Jökli. Hann segir bæjarfélagið ekki vera aðila að framkvæmdinni og því hafi það ekki beinna hagsmuna að gæta, utan þess að vænta þess að þetta klárist og verði til sóma.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is