Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2007 01:28

Tiltölulega róleg Verslunarmannahelgi

Hjá lögreglunni í Borgarnesi fengust þær upplýsingar að helgin hefði verið tiltölulega róleg í umdæminu miðað við margar Verslunarmannahelgar undanfarinna ára. Lögreglumenn í umdæminu telja að helgarumferðin hafi byrjað seinni part þriðjudagsins 31. júlí og því dreifst betur en oft áður.  211 mál komu til kasta lögreglunnar frá þriðjudegi 31. júlí til sl. mánudagskvölds. Sjö voru teknir akandi undir áhrifum fíkniefna og þrír ölvaðir. Af þeim reyndi einn að stinga af en hafnaði úti í skurði uppi í Reykholtsdal. Þrír voru sviptir ökuréttindum og tíu voru teknir sem ekki höfðu ökuskírteinin sín meðferðis. Níu umferðaróhöpp urðu í umdæminu þar sem meiðsli voru lítil og einnig komu upp þrjú fíkniefnamál þar sem haldlögð efni eru talin vera amfetamín um 30-40 gr.

Þessa viku voru 65 teknir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast fór var á 176 km/klst og var færður á lögreglustöð. Þar var hann sviptur ökuleyfi til bráðabirgða og fær sekt yfir 150 þúsund krónur og sviptingu lengur en þrjá mánuði. Einn þjófnaður var kærður til lögreglu. Í því tilfelli hafði önnur númeraplatan verið fjarlægð af bíl. Að sögn lögreglunnar hefur númeraplatan ekki komið í leitirnar en þessi aðferð er þekkt til að taka númeraplötur ófrjálsri hendi til að nota á óskráða bíla sem þá er orðinn mun stærra mál en stuldur á einni númeraplötu. Ein líkamsársás var kærð í Húsafelli en var minniháttar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is