Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2007 07:57

Hótel Hamar vex úr grasi

Hjörtur Árnason
Í bígerð er viðbygging við Hótel Hamar í Borgarnesi en hótelið hefur verið starfandi við golfvöllinn að Hamri síðan um mitt sumar 2005.  Nú er svo komið að eigendurnir, Hjörtur Árnason og Unnur Halldórsdóttir, telja núverandi húsnæði ekki anna eftirspurn á álagstímum.  Nýbyggingin mun auka fjölda gistirýma um ríflega helming, úr 30 herbergjum í 65.  Að auki á að bæta við fundarsal og veitingasal sem staðsettur verður í glerhúsi á efstu hæð hinnar nýju þriggja hæða byggingar.

Nýbyggingin mun rísa við austurenda hótelsins og verður tengd núverandi húsnæði með glerbyggingu.  Byggingin verður þannig uppbyggð að séð frá bílastæðum mun hún einungis líta út fyrir að vera tveggja hæða en vegna nokkurs halla á lóðinni mun neðsta hæðin á suðurhliðinni í raun bæta við einni hæð neðan við hinar.  Byggt verður í þrepum upp á við frá suðri.  Í nýbyggingunni munu herbergin verða sunnan megin en þjónusta og þvottahús norðan megin.

Að sögn Hjartar Árnasonar hefur hótelið gengið vonum framar í ár og er á undan áætlun í nýtingartölum auk þess sem aukning frá því í fyrra er umtalsverð.  Hann segir að viðskiptavinir séu mikið Íslendingar sem komi í golf hjá Golfklúbbi Borgarness, borði síðan á hótelinu og gisti um nóttina.  Einnig séu mikið af fyrirtækjum sem nýti sér fundaraðstöðu hótelsins og taki þá jafnvel einn hring á gólfvellinum á milli funda til þess að slaka á.

Hjörtur segir að mikil velvilji sé í garð verkefnissins bæði hjá Golfklúbbi Borgarness og hjá Borgarbyggð.  Það þurfi að vísu að fara yfir deiliskipulag því samkvæmt núverandi teikningu muni nýbyggingin fara lítið eitt út fyrir lóð hótelsins.  Þessi atriði og fleiri munu hafa verið rædd á fundi þann 3. ágúst síðastliðinn. 

Nýbyggingin er teiknuð af danska arkitektinum Peter Ottosen en byggingartæknin sem notuð er verður sú sama og í Hótel Hamri, en það er ný tækni hönnuð af Guðna Jóhannessyni verkfræðingi og prófessor við Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkólmi.  Þessi hönnun byggir á stálgrind og samanþjappaðri steinull sem aðal byggingarefnum og býður byggingaraðferðin upp á mikinn byggingarhraða.  Til að mynda var núverandi bygging Hamars einungis 110 daga í byggingu eftir að botnplatan hafði verið steypt.  Að sögn Hjartar er stefnt er að því að hefja framkvæmdir í haust.  “Já, ef guð og Sparisjóðurinn lofa þá byrjum við á þessu í september og opnum í maí,” sagði Hjörtur. Byggingin verður boðin út á haustdögum og er áætlað að verkið verði í höndum alverktaka. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is