Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2007 08:10

Íbúar vilja ekki Go-kart braut í nágrenni sitt

Íbúar Þursstaða, Borgar, Tungulækjar og Litlu-Brekku í Borgarbyggð hafa sent sveitarstjórn Borgarbyggðar bréf þess erindis að hugsanlegri Go-kart braut verði fundinn annar staður en í þeirra nágrenni. Skipulags- og bygginganefnd sveitarfélagsins fjallaði um erindi frá byggðaráði varðandi umsókn Hlauparans ehf um svæði fyrir risatjald og Go-kart braut sunnan Háfslækjar við svonefndan Bárðarás í Borgarlandi. Einnig var framlangt minnisblað frá fundi með landeigendum aðliggjandi jarða ásamt bréfi frá ábúendum og eigendum jarðanna þar sem fram kemur að þeir leggjast eindregið gegn þessum áformum. Því leggur nefndin til að fallið verði frá þessari hugmynd og beinir því til byggðaráðs að áfram verði unnið að því að finna starfseminni stað.

Á fundi sveitarstjórnar degi síðar var samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu að Borgarbyggð leggi ekki til spildu úr landi Borgarbyggðar í landi Borgar undir svæði fyrir askstursíþróttir. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að segja mætti að þetta mál væri búið að veltast í kerfinu um tíma. Þeir aðilar sem leitað hefði verið til hefðu ekki verið tilbúnir til að hafa þessa starfsemi í sínu nágrenni, einkum vegna hávaða. „Sveitarfélagið hefur leitað ýmissa leiða til að finna land undir starfsemi sem þarna um ræðir en ekki orðið ágengt. Staðreyndin er því miður sú að sveitarfélagið á ekki land undir þessa starfsemi en ef einhverjir landeigendur gætu séð af spildu undir þetta væri gott að frétta af því,“ sagði Páll S. Brynjarsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is