Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. ágúst. 2007 10:23

Margir gervihnattadiskar í Snæfellsbæ

Það hefur vakið athygli gesta í Snæfelsbæ í sumar hversu mikið er um gervihnattadiska í bæjarfélaginu. “Margir þeirra sem hafa slíkan búnað hjá sér, hafa ekki sótt um leyfi hjá bæjaryfirvöldum til að setja upp þessi tæki,” sagði Kristinn Jónasson bæjarstjóri í samtali við Skessuhorn. “Bærinn hefur auglýst mikið í vor og bent fólki sem væri í þeim hugleiðingum eða hefðu þegar sett upp gervihnattabúnað, að sækja um leyfi til umhverfis- og skipulagsnefndar. Í framhaldi af því hefur fólk aðeins tekið við sér og sótt um leyfi, en þó ekki allir og munum við tala við þá sem hafa ekki sótt um leyfi.

Sumir gera sér ekki grein fyrir því að það þurfi leyfi til þess að setja upp slíkan búnað, en þetta eru breytingar á húsnæði sambærilegar við að það þarf leyfi til að skipta um glugga og annað sem kemur að breytingum á útliti. Við reynum um leið og leyfin eru veitt að passa að uppsetningar diskanna sé ekki út í hött,” segir Kristinn.

Aðspurður segir hann að mest sé um að erlent fólk í bæjarfélaginu setji upp gervihnattabúnað til þess að sjá fréttir og annað frá sínu heimalandi. “En ég vil ítreka það enn frekar að það þarf að sækja um leyfi hjá okkur áður,” sagði Kristinn að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is