Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2007 11:36

Orgeltónleikar í Reykholtskirkju í sumar

Í sumar verða haldnir tvennir tónleikar í orgeltónleikaröð Reykholtskirkju þeir fyrri þann 11. ágúst og þeir síðari þann 25. ágúst.. Tónleikarnir eru haldnir á vegum kirkjunnar í samvinnu við Félag íslenskra organleikara til styrktar Orgel- og söngmálasjóði Bjarna Bjarnasonar frá Skáney, en sjóðurinn stóð straum af kostnaði við viðgerð og uppsetningu orgels í Reykholtskirkju. Aðgangseyrir, 1.500 krónur, rennur óskiptur til sjóðsins enda gefa listamenn og aðrir aðstandendur tónleikanna vinnu sína til styrktar málefninu.

Orgelleikari á tónleikum laugardaginn 11. ágúst er Douglas A. Brotchie, organisti Háteigskirkju, og laugardaginn 25. ágúst leikur Marteinn H. Friðriksson, organisti við dómkirkjuna í Reykjavík á hljóðfærið. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 16.

Douglas A. Brotchie er fæddur í Edinborg í Skotlandi en er orðinn íslenskur ríkisborgari eftir 25 ára dvöl hér á landi. Hann hóf orgelnám um fermingaraldur og sextán ára gamall var hann ráðinn organisti og kórstjóri við Balerno sóknarkirkjuna. Douglas hefur lokið kantorsprófi og orgeleinleikaraprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann var annar organisti Dómkirkju Krists Konungs (Landakotskirkju) um árabil og organisti Hallgrímskirkju í Reykjavík í eitt ár í leyfi Harðar Áskelssonar. Frá árinu 1999 hefur Douglas verið organisti Háteigskirkju í Reykjavík. Hann hefur haldið tónleika víða um Evrópu, sem einleikari í Skotlandi, Ungverjalandi og Þýzkalandi og sem meðleikari, m.a. með Söngsveitinni Fílharmóníu, Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum. Hann hefur margoft komið fram sem organisti í sjónvarpi og útvarpi og hefur auk þess

leikið inn á fjölda geisladiska.

 

Marteinn H. Friðriksson fæddist árið 1939 í Meisen í þýskalandi. Hann nam kirkjutónlist í Dresden og Leipzig. Árið 1964 fluttist hann til Íslands og gerðist skólastjóri Tónlistarskólans í Vestmanneyjum og organleikari við Landakirkju. Frá 1970 hefur Marteinn starfað í Reykjavík, fyrst við Háteigskirkju og frá 1978 við Dómkirkjuna í Reykjavík. Auk organistastarfsins hefur hann m.a. verið kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Orgel Reykholtskirkju var smíðað fyrir Dómkirkjuna í Reykjavík hjá Th. Frobenius & Co í Kaupmannahöfn árið 1934. Þegar skipt var um hljóðfæri í Dómkirkjunni árið 1985 var orgelið keypt af Reykholtssöfnuði og geymt til uppsetningar í hinni nýju kirkju, sem þá hafði verið ákveðið að reisa í Reykholti. Eftir vígslu kirkjunnar var orgelið gert upp í verksmiðjunni þar sem það var upphaflega smíðað og að lokum sett upp og vígt í Reykholtskirkju á páskum 2002.

 

Viðgerð orgelsins tókst vel og hinn sérstaki tónn þess sem kemur mörgum kunnuglega fyrir eyru frá fyrri tíð nýtur sín vel í Reykholtskirkju. Orgelið er óbreytt frá því sem var í Dómkirkjunni að raddskipan og gerð. Röðun á innviðum þess var lítillega breytt til aðlögunar að rými Reykholtskirkju og umgjörð þess endurnýjuð og löguð að stíl kirkjunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is