Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2007 10:42

Síðasti trébáturinn í Ólafsvík

Frá örófi alda hafa trébátar verið gerðir út á Íslandi en á undanförnum árum hefur þeim farið mjög svo fækkandi. Sumir hafa verið rifnir niður og aðrir verið notaðir í áramótabrennur. Til eru félög sem hafa einungis trébáta á sínum snærum eins og Norðursigling á Húsavík sem er einungis með trébáta í hvalaskoðun. Þeir eru því afar fáir eftir sem gera út til veiða á trébátum hér á landi, plast- eða stálbátar hafa tekið við.

Sjómenn eru sammála um að gömlu eikarbátarnir hafi sálir og eiga margir góðar minningar af þeim og því er um ákveðinn söknuð að ræða í huga þeirra.

Í Ólafsvík er aðeins einn trébátur eftir; Jórunn ÍS 140. Báturinn hefur verið bundinn við bryggju í eitt ár en nú hefur eigandi hans, Magnús Snorrason, ákveðið að taka bátinn í klössun og fá á hann haffærnisskírteini og gera bátinn út á skötusel í sumar, en allgóð veiði hefur verið á skötusel í Breiðarfirði það sem af er sumri.

Jórunn er skráð 33 brúttótonn að stærð og er smíðuð í Hafnarfirði árið 1976. Báturinn hefur borið mörg nöfn: Kitti BA, Hafsúla BA, Hafsúla ÍS, Hafsúla ST, Haförn ÍS, Haförn HU, Dagbjört SU, Már NS, Hafsúlan RE, Hafsúlan SH og nú Jórunn ÍS.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is