Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2007 07:45

Skipulagsnefnd með 542 mál á tólf mánuðum

Mikill fjöldi mála koma um þessar mundir til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar. Ber það betur en flest annað vott um mikinn uppgang í Borgarfirði. Síðustu 12 mánuði hefur nefndin tekið fyrir 542 mál á 24 fundum. Byggingar- og framkvæmdaleyfi losa 300 en skipulagsmál eru tæplega 150 talsins. Önnur erindi fjalla um fyrirspurnir, niðurrif húsa, leyfisveitingar og ýmis önnur mál. Hafa ber í huga að sama viðfangsefnið getur komið fyrir oftar en einu sinni en er þó ekki almenna reglan.

Að sögn Torfa Jóhannesssonar, formanns nefndarinnar eru erindi sem nefndin afgreiðir mjög ólík. Allt frá tveggja fermetra viðbyggingum og sólstofum til mörg þúsund fermetra iðnðarhúsnæðis eða deiliskipulags á tugum hektara. “Mikið hefur verið um viðbyggingar við eldri sumarbústaði en í mörgum tilfellum eru byggingarskilmálar frístundasvæða gamlir og leyfa ekki stærri hús en 60 fermetra. Einnig er mikið byggt af íbúðarhúsnæði bæði í þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins og úti í sveitunum. Við sjáum fram á að skipulögð svæði í Borgarnesi og á Hvanneyri fyllast á næstu 2-3 árum og höfum hafið undirbúning að skipulagi nýrra svæða. Sama má segja um hesthúsahverfin; þar eru mjög fáar lóðir eftir á skipulagi,” segir Torfi.

 

Aðspurður hvort hann telji þessa uppbyggingu halda áfram segir hann: „Ég sé ekkert annað í spilunum. Það eru fleiri og fleiri að uppgvöta hversu góður búsetukostur Borgarfjörðurinn er – ekki síst yngra fólk sem er uppalið hér en hefur farið annað í nám. Þetta fólk sjáum við snúa til baka til sinnar heimabyggðar. Uppbygging Menntaskólans, Sundabrautin og stækkun atvinnusvæðisins sunnan Skarðsheiðar mun án efa ýta undir þessa þróun,” segir Torfi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is