Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. ágúst. 2007 12:30

Tafir á framkvæmdum við Sandabraut

Framkvæmdir við Sandabraut á Akranesi hafa tafist og hafa nokkrir lesendur haft samband við Skessuhorn til að furða sig á þessu. Aðgengi að húsum við götuna hefur verið erfitt þar sem ekki hefur verið hægt að aka að húsum. Um sameiginlega framkvæmd Akraneskaupstaðar og Orkuveitu Reykjavíkur er að ræða og samkvæmt upphaflegri áætlun átti endurnýjun veitulagna og slitlags í götunni að vera lokið 29. júní sl. Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs sagði í samtali við Skessuhorn að verkþáttur bæjarins væri ekki enn hafinn. Líkt og oft gerðist við endurnýjun lagna hefði komið í ljós við framkvæmdir að endurnýja þyrfti meira en upphaflega var gert ráð fyrir. Samkvæmt verkfundi sem haldinn var 24. júlí sl. er gert ráð fyrir að ljúka framkvæmdum í 34. viku, sem er frá 19.-25. ágúst.

Aðspurður sagði Þorvaldur að þessar tafir gætu átt sér eðlilegar skýringar og því væri ekki víst að um dagsektir yrði að ræða. Hlutur bæjarins í verkinu tæki u.þ.b. hálfan mánuð. Verið væri að klára lagnir og undirbúningsvinna fyrir slitlag gæti hafist fljótlega.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is