Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. ágúst. 2007 03:41

Fiskimjölsverksmiðja HB Granda brýtur starfsleyfi

Hráefni fiskimjölsverksmiðju HB Granda hefur undanfarið ekki uppfyllt starfsleyfisskilyrði. Það hefur varla farið framhjá neinum sem leið á um Akranes að megna ólykt hefur staðið yfir bæinn undanfarna daga. Starfsmenn Umhverfisstofnunar eru um þessar mundir að gera úttekt á mengunarvarnarbúnaði og hráefnisástandi verksmiðjunnar. Helgi Jensson, forstöðumaður framkvæmdasviðis Umhverfisstofnunar, sagði í samtali við Skessuhorn að starfsfólk stofnunarinnar hefði komið í tvígang á síðustu dögum á Akranes og safnað gögnum. Starfsleyfi verskmiðjunnar gerir ráð fyrir því að svokallað TVN gildi fari ekki yfir ákveðið mark, en það segir til um ferskleika hráefnisins. Starfsmenn verksmiðjunnar mæla það sjálfir daglega og eiga að tilkynna til UST ef það fer yfir ákvaðið mark. Helgi staðfestir að á síðustu dögum hafi gildið farið yfir þetta mark og það hafi ekki verið tilkynnt til UST. Það brýtur gegn starfsleyfi starfseminnar.

Helgi segir að sé tilkynnt um of hátt TVN gildi séu aðstæður metnar sérstaklega með tilliti til vindáttar, magns og þess tíma sem vinnslan tekur. Líkt og áður segir hefur vindáttin staðið yfir bæinn undanfarna daga. Umhverfisstofnun er nú að kanna hvaða leiðir eru færar til að koma í veg fyrir svona lyktarmengun. Helgi segir fært að koma í veg fyrir a.m.k. hluta mengunarinnar og það verði kannað á næstunni með hvaða leiðum það verður gert. Ýmislegt verði að hafa í huga hvað það varðar t.d. praktísku hliðina.

 

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri Akraness staðfesti í samtali við Skessuhorn að fjöldi kvartana hefði borist inn á borð bæjaryfirvalda undanfarið. „Það hefur virkilega verið ástæða til að kvarta undanfarna daga og við höfum sent þetta allt áfram til Umhverfisstofnunar. Nú mun verða farið yfir þetta með fyritækinu og reynt að finna sameiginlega lausn á málinu. Það verður að koma í veg fyrir að þetta sé svona slæmt, það er vel hægt, því þetta var ekki svona hjá fyrri rekstraraðilum. Það er fullur skilningur hjá bæjaryfirvöldum á umkvörtunum íbúanna, en einnig á þörfum fyrirtækisins og bæjarins.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is