Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2007 12:00

Faxaflóasund á morgun

Sundfélag Akraness syndir árlegt áheitasund sitt frá Reykjavík til Akraness á morgun. Lagt verður af stað frá Miðbakka í Reykjvíkurhöfn um klukkan 10 og áætlað er að komið verði að Langasandi um klukkan 15. Allir eru hvattir til að koma og taka á móti sundgörpunum. Að loknu sundi verður öllum sundmönnum og þeim sem söfnuðu áheitum boðið í pizzaveislu. Það verður Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna sem mun synda fyrsta sprettinn. Þetta er í 14. skipti sem Sundfélag Akraness syndir Faxaflóasund en þau áheit sem safnast eru notuð til að fjármagna æfingabúðir erlendis, sem farið er í annað hvert ár.

 

Aðalstyrktaraðili sundsins eru Faxaflóahafnir, en lóðsbátur frá þeim siglir með sundmennina á milli og þar hafa þeir aðstöðu til að hvíla sig og matast. Þá verða félagar úr Björgunarfélagi Akraness með för, en þeir verða á gúmmíbát og fylgjast grannt með krökkunum á sundinu.

 

Myndin er frá Faxaflóasundinu í fyrra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is