Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2007 10:41

Öll landvinnsla HB Granda verður á Akranesi

Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hætta beinni sókn í þorsk á næsta fiskveiðiári vegna niðurskurðar á aflamarki. Þá verður öll landsvinnsla fyrirtækisins sameinuð í einu nýju fiskiðjuveri sem áformað er að reisa á Akranesi. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að aflamark fyrirtækisins í þorski dragist á næsta fiskveiðiári svo mjög saman að bein sókn í þorsk verði ómöguleg. Þorskur verður því eingöngu veiddur sem meðafli annarra tegunda, s.s. ýsu, ufsa, karfa og grálúðu. Eina skip félagsins, sem til þessa hefur sótt beint í þorsk, er ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson. Útgerð hans verður breytt á þann veg að hann mun veiða ufsa og karfa, á sambærilegan hátt og hinir tveir ísfisktogarar félagsins, þeir Ásbjörn og Ottó N. Þorláksson.

 

Afleiðing af þessu verður að þorskvinnsla í landi skreppur verulega saman, en Sturlaugur hefur til þessa lagt henni til hráefni. Landvinnsla botnfisks verður því fyrst og fremst á karfa og ufsa. Til þess að haga henni á sem hagkvæmastan hátt verður hún öll sameinuð í einu nýju fiskiðjuveri, sem áformað er að reisa á Akranesi. Stjórn HB Granda hefur sent stjórn Faxaflóahafna ósk um samstarf í þessu skyni, m.a. í því fólgið að Faxaflóahafnir flýti gerð nýrrar landfyllingar og hafnargarðs á Akranesi. HB Grandi stefnir að því að reisa á þeirri uppfyllingu nýtt fiskiðjuver, sem verði tilbúið síðla árs 2009. Þegar starfsemi í nýju húsi á Akranesi hefst, verði fiskvinnsla félagsins í Reykjavík lögð af.

 

Þangað til starfsemi hefst í nýju húsi mun núverandi fiskiðjuver á Akranesi vinna hluta þess ufsa og allan þann þorsk, sem ísfisktogarar félagsins veiða. Hinn hluti ufsans, sem og allur karfi, verður áfram unninn í Reykjavík. Ekki kemur til fjöldauppsagna vegna þessara aðgerða. Einhver fækkun verður þó með því að ekki verður ráðið í öll störf sem losna.

 

Gísli Gíslason, forstjóri Faxaflóahafna, sagði í samtali við Skessuhorn að einn af hornsteinum í sameiningu hafnanna undir merkjum Faxaflóahafna hafi verið það að styrkja Akranes sem fiskihöfn. Þessi fyrirhugaða breyting mundi augljóslega falla mjög vel að því markmiði. í markmiði. “Í sjálfu sér er ekkert tæknilega því til fyrirstöðu að gera það sem þarf til að koma þessu á koppinn. Það þarf að fara betur yfir hvað raunverulega felst í þessu og mér sýnist þeir vera að tala um verkefni næstu tveggja ára a.m.k. Stjórnin mun hittast á þriðjudaginn og þar verður þetta erindi tekið fyrir og ég á von á að þá skýrist hvernig menn vilja mæta málinu.”

 

Gísli segir að aðalatriðið fyrir Faxaflóahafnir sem hafnarfyrirtæki sé að tryggja að þau umsvif sem eru í fiskvinnslu og útgerð haldist innan starfsvæðis hafnarinnar. “Við gerum okkur grein fyrir því að í útgerð og fiskvinnslu er það eitt öruggt að þar eru sífelldar breytingar. Við verðum að gera okkar besta til að mæta þeim og búa í haginn fyri framtíðina.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is