Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. ágúst. 2007 04:09

Tölugjaldagolfmót að Görðum undir Snæfellsjökli

Töðugjaldagolfmót verður haldið á Garðavelli undir Snæfellsjökli á morgun. Að sögn Hauks Þórðarsonar formanns klúbbsins er þetta mót tilvalið fyrir alla góða golfara sem ekki eru með þeim allra bestu. Skráning er í gangi og um að gera fyrir áhugasama golfáhugamenn að skella sér vestur undir Snæfellsjökul og taka nokkrar sveiflur. Í gangi er þessa dagana átak til að bæta og laga völlinn sem er 9 holu linksvöllur, byggður á sandi að skoskri fyrirmynd. Völlurinn er í algjörri einkaeign og rekstur hans þar af leiðandi svolítið frábrugðinn völlum þar sem klúbbar eiga og reka vellina við harla ólíkar aðstæður. Hann er gerður á túni sem myndað er úr gulum foksandi sem hlaðist hefur upp í gegnum aldirnar. Golfíþróttin varð einmitt til á svona grónum sandbölum.

 

Saga vallarins nær aftur til ársins 1977 er fluttar voru inn sláttuvélar og keyptur gamall traktor til að vinna að vellinum. Stofnfundur Golfklúbbs Staðarsveitar var síðan haldinn í ágúst 1998, inngöngu í GSÍ fékk klúbburinn árið 2002 og vallarmat kom vorið 2003.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is