Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2007 11:10

Minkaveiðiátak á Snæfellsnesi

Frá því í mars á þessu ári hefur sérstakt minkaveiðiátak verið í gangi á Snæfellsnesi á svæði sem nær yfir sveitarfélögin Snæfellsbæ, Helgafellssveit, Grundarfjarðarbæ, Eyja- og Miklaholtshrepp og Stykkishólmsbæ. Í austri er miðað við línu frá Álftafirði í norðri, suður yfir fjallgarðinn, um Hafursfell og þaðan í sjó að Löngufjörum.  Nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins hefur umsjón með veiðiátakinu og er tilgangur þess að kanna möguleika á útrýmingu minks á tveim svæðum á landinu, Snæfellsnesi og Eyjafirði, með það í huga að ráðast í landsátak í framhaldinu gefi niðurstaða tilefni til. Umhverfisstofnun hefur umsjón með veiðunum og hafa verið ráðnir veiðimenn til að sinna þeim. Samhliða veiðunum eru í gangi rannsóknir sem ætlað er m.a. að meta árangur veiðiátaksins og eru þær unnar af Náttúrustofu Vesturlands í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

Talið er að veiðar hafi gengið vel það sem af er árinu og hefur stóraukinn fjöldi gildra verið lagður á svæðinu auk þess sem minkaleit með hundum hefur verið meiri en áður. Þrátt fyrir þessar auknu veiðar eru einhverjir minkar sem hafa komist undan og læður náð að gjóta. Nú í ágúst fara hvolpar sem komist hafa á legg að verða sýnilegri og því mikilvægt að fá upplýsingar um hvar þeir sjást. Því vilja þeir sem að veiðiátakinu standa fara þess á leit við bændur og almenning að þeir láti vita ef sést til minka á ofangreindu svæði. Hægt er að hafa samband beint við Snorra Rafnsson veiðimann í síma 8436965 eða Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar í síma 4607900. 

(fréttatilkynning)

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is