Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2007 07:30

Meiri afli í júlí í ár en í fyrra

Heildarfiskafli í júlí í ár var 116.878 tonn, sem er 28 þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra þegar hann var 88.639 tonn. Aflaaukning milli ára er vegna mikils afla af makríl og meiri síldarafla en í fyrra. Makríll hefur fylgt með við síldveiðarnar, sem gerst hefur áður, þó aldrei í viðlíka magni og nú. Botnfiskaflinn í júlí 2007 var 35.235 tonn sem er tæplega finn þúsund tonnum minni afli en í júlí í fyrra. Þorskafli í nýliðnum júlí var fjórðungi minni en í júlí 2006 eða 7.156 tonn á móti 9.660 tonnum í fyrra. Helmingssamdráttur ufsaafla skýrir að mestu samdrátt botnfiskafla milli ára í júlí hann fór úr tæpum 11 þúsund tonnum í fimm þúsund tonn. Kolmunnaaflinn í mánuðinum var þúsund tonnum minni en í fyrra, rúmlega níu þúsund tonn nú. Landað var 48 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld í júlí 2007 en aflinn í júlí í fyrra 35 þúsund tonn.

 

Heildarafli íslenskra skipa á árinu var orðinn 997 þúsund tonn í lok júlí 2007. Það er 116 þúsund tonnum meiri afli en á sama tíma á síðasta ári þegar heildaraflinn janúar - júlí var 881 þúsund tonn. Aukning í afla milli ára stafar af meiri loðnu- og síldarafla í ár.

 

Þegar mánuður eru eftir af fiskveiðiárinu eru eftirstöðvar botnfiskaflamarks talsvert meiri en á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Áberandi lítið var veitt af þorski í nýliðnum júlí sem kann að benda til að þegar sé farið að spara þorskaflamark til næsta fiskveiðiárs. Mikið aflamark er líka eftir í ýsu og í ufsa en ef veiðin verður þokkaleg í ágúst er líklegt að ekki falli niður ónýtt aflamark í þessum tegundum um fiskveiðiáramót.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is