Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2007 02:34

Nóg að gera hjá stafsmönnum Stykkishólmsbæjar

Í sumar hefur verið í nógu að snúast hjá starfsmönnum áhaldahúss Stykkishólmsbæjar. Þessa daganna eru framkvæmdir í miðbænum á lokastigi og á allt að vera klappað og klárt um næstu helgi, en þá verða Danskir dagar haldnir í bænum. Högni Högnason, verkstjóri áhaldahússins, segir í samtali við Skessuhorn að það hafi verið mikið að gera hjá starfsmönnum bæjarins í allt sumar. „Við vinnum hörðum höndum þessa dagana að því að klára allan frágang fyrir næstu helgi og svo eru verktakar að klára að helluleggja í miðbænum og á ég ekki von á öðru en þeir klári það verk með sóma.“

Högni segir að alls séu tíu starfsmenn við vinnu hjá áhaldahúsinu með sláttugenginu. „Það hefur verið gott og þurrt sumar svo spretta hefur ekki verið mikil og því hefur sláttugengið getað hjálpað til annarsstaðar þar sem mannskap hefur vantað. Við höfum verið í allskonar verkefnum og erum þessa dagana að steypa gangbrautir ásamt ýmsu sem fellur til,“ segir Högni og má ekkert að vera að neinu kjaftæði og er rokinn upp í gröfu, enda meira aðkallandi en að standa í einhverju viðtali.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is