Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2007 08:30

Faxagleði í góðu veðri

Hin árlega Faxagleði Hestamannafélagsins Faxa var haldin á Miðfossum á laugardaginn. Faxagleðin tókst vel, veðrið var gott og ágæt þátttaka eða um 70 keppendur í firmakeppninni en um 30 voru skráðir í kappreiðar. 130 einstaklingar og fyrirtæki styrktu keppnina. Keppnin var geysispennandi og mikið af góðum hestum. Segja má að Skagamenn hafi örlítið stolið senunni en þeir tóku fyrsta sætið í bæði karla og kvennaflokki og Ólafur Guðmundsson frá Akranesi sem vann karlaflokkinn vann einnig bjórtöltið og brokkið.  Þriðja árið í röð var nú keppt í Kóktölti og Bjórtölti og er þetta orðnar mjög vinsælar keppnisgreinar, en 18 börn og unglingar kepptu í kóktöltinu en 19 fullorðnir í bjórtöltinu og var mikill keppnishugur í mannskapnum.

 

Á myndinni eru Klara Sveinbjörnsdóttir og Þytur sem lentu í þriðja sæti í barnaflokki. Ljósm. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is