Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2007 11:24

Að syngja sól í sinnið

Kammerkór Akraness hefur brátt æfingar á lögum sem Þórður Kristleifsson frá Stóra Kroppi safnaði. Þórður var umsvifamikill lagasafnari og gaf út sjö hefti undir heitinu Ljóð og lög og kom það fyrsta út árið 1939. Sveinn Arnar Sæmundsson organisti og kórstjóri er þessa dagana að velja úr þessum mikla fjölda laga og setja saman efnisskrá fyrir kórinn. Hann segist alltaf hafa verið heillaður af bókum Þórðar, þarna séu lög sem margir af eldri kynslóðinni þekki og vert sé fyrir þá yngri að kynna sér þau. Þá segir hann að Þórður hafi ekki síst haft það í huga að halda góðri og kjarnyrtri íslensku að ungu fólki með söfnun sinni, en hann þýddi suma textana sjálfur. „ Hann vildi meina að nauðsynlegt væri að kórar og ungmenni syngju vandaða íslenska texta fremur en að ungt fólk ranglaði um sönglandi eitthvað sem enginn skildi og gæti varla talist tungumál. Kannski að þessar áhyggjur hafi ekki síst orðið kveikjan að þessari útgáfu.“

 

Nánar er rætt við Svein Arnar í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is