Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. ágúst. 2007 02:09

Minnt á markmið aðalskipulags Akraneskaupstaðar

Á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar lagði Hrafnkell Á. Proppé, fulltrúi Samfylkingarinnar, fram bókun og minnti á markmið aðalskipulags. Í bókuninni hvatti hann fulltrúa nefndarinnar til að viðhalda þeim markmiðum sem sett voru í aðalskipulagi Akraness 2005-2017. Sérstök athygli var vakin á undirmarkmiði er lýtur að yfirbragði byggðar en þar segir í Aðalskipulaginu: „ Á Akranesi verði byggð að jafnaði ekki hærri en þrjár til fjórar hæðir. Frávik til hækkunar verði markviss og rökstudd.“ Hrafnkell sagði í samtali við Skessuhorn að hann hefði talið ástæðu til að minna fulltrúa á þetta markmið í nýsamþykktu aðalskipulagi. Menn hefðu breytt út frá því undanfarið t.d. með átta hæða turni við Sólmundarhöfða og ljóst væri að mikill þrýstingur væri frá verktökum að fá að byggja hátt á öðrum svæðum.

 

„Það eru mjög mörg fagleg rök gegn háhýsabyggð á Íslandi. Það er búið að margsýna fram á að það verður vindasamara í kringum þessi hús þar sem þau draga vindstrauma niður að yfirborði og það segir sig sjálft að skuggamyndum verður miklu meiri sem þykir ekki kostur hér á norðurhjara. Fagfólk kom að gerð aðalskipulagsins og mótuð var framtíðarstefna um uppbyggingu bæjarins. Þar voru þessi atriði skoðuð sérstaklega enda stóð vilji til að auka á lífsgæði borgaranna. Nú þegar verktakar sýna því áhuga að byggja hér upp virðist stundum sjálfsagt að leggjast á bakið og bjóða þeim hvað sem er. Það eru mikil sóknarfæri á Akranesi og Skagamenn hafa alveg efni á að standa í lappirnar. Það er mikill þrýstingur á fulltrúa í skipulagsnefnd og því verður bæjarstjórn að gæta þess að standa með henni í að byggja hér upp enn betri bæ. Menn þurfa að vita hvað þeir vilja og þá borgar sig að bíða eftir sætustu stelpunni svo vitnað sé í einn helsta tengdason Akraness” sagði Hrafnkell að lokum.

 

Hrafnkell sat þarna síðasta fund sinn með skipulags- og byggingarnefnd þar sem hann er á leið utan til náms. Við af honum tekur Björn Guðmundsson sem verið hefur varamaður, en Guðmundur Valsson verður varamaður hans.

 

Á myndinni má sjá teikningar af fyrirhuguðum turni við Sólmundarhöfða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is