Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2007 09:48

Framhaldsskóladeild FSN opnuð á Patreksfirði

Framhaldsskóladeild FSN á Patreksfirði var formlega opnuð miðvikudaginn 8. ágúst sl. þegar menntamálaráðherra, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga og sveitarstjórar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps skrifuðu undir samstarfssamning um rekstur deildarinnar sem verður undir stjórn FSN. Um 70 manns voru viðstaddir opnunina og auk menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, voru Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, einnig meðal gesta. Deildin, sem er tilraunaverkefni til fjögurra ára, verður í húsnæði Grunnskóla Vesturbyggðar á Patreksfirði sem staðið hefur autt í mörg ár. Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari FSN, sagði í samtali við Skessuhorn að rúmlega 20 nemendur væru nú skráðir í deildina og þar af 11 í fullu námi. „Nemendurnir koma til með að vera í beinu sambandi við samnemendur og kennara sína í Grundarfirði í gegnum kennsluumsjónarkerfið okkar og MSN, en einn deildarstjóri verður á staðnum þeim til frekari aðstoðar,“ sagði Guðbjörg. „Svo koma þau hingað til okkar einu sinni í mánuði í þrjá daga í senn og ætlar nemendafélagið að dagsetja hina ýmsu félagslegu viðburði á þessum tíma svo þau fái einnig möguleika á að taka virkan þátt í því öfluga félagslífi sem FSN býður upp á.“

 

Nánar er rætt við Guðbjörgu í Skessuhorni sem kom út á miðvikudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is