Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2007 10:35

Grundarfjarðarbær vill auglýsa sig í Borgarbyggð

Bæjarstjóri Grundarfjarðar hefur, fyrir hönd bæjarins, sótt um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti í Borgarbyggð. Var þetta tekið fyrir á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar sagði í samtali við Skessuhorn að bærinn vildi koma sér á framfæri við vegfarendur og teldu menn meðal annars þetta vera eina leið til þess. „Þarna er fjölfarin leið og við viljum bara minna á Grundarfjörð á allan hátt. Að þangað sé gott að koma í heimsókn, gott að vinna og búa hér. Þetta er bara markaðsstarfsemi eins og hjá öðrum fyrirtækjum. Þeir fiska sem róa og ef þetta fengist væri Grundarfjarðarbær að koma sér og sínum kostum á framfæri.“

 

Aðspurður sagði Guðmundur að beiðnin kæmi að hluta til vegna þess að ekkert væri minnst á Grundarfjörð á skiltum Vegagerðarinnar við Borgarnes. „Iðulega kemur fólk kemur að máli við okkur sem virðist ekki vita að að umræddur vegur númer 54 liggur einnig í Grundarfjörð. Það stendur ekki Snæfellsnes á vegskiltunum og margir átta sig ekki á því að fleiri kauptún eða kaupstaðir séu á þessum vegi en nefndir eru á skiltinu.“

 

Í samtali við Skessuhorn sagði Magnús V. Jóhannsson svæðisstjóri í Norðvesturumdæmi að skilti væru sett upp í kringum landið eftir ákveðnu kerfi sem væri samræmt. „Ég er reyndar ekki alveg rétti maðurinn til að svara þessu þar sem þjónustudeild Vegargerðarinnar sér um þessi mál en vegnúmerin á skiltunum eiga að segja allt og á hvert skilti er settur nærstaður og fjærstaður. Við Akureyri gæti sem best staðið Blönduós og Borgarnes og auðvitað á fólk að átta sig á þessu ef það er með kort með vegnúmerum á. En umræða um vegmerkingar er ekki ný og út í hana ætla ég ekki að hætta mér,“ sagði Magnús.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is